Starfsmannastefna
Markmið Olíudreifingar er að hjá fyrirtækinu starfi hæft og traust starfsfólk sem eflist og styrkist með félaginu. Olíudreifing ehf sækist eftir starfsfólki sem starfar að heilindum og býr yfir þekkingu, samviskusemi og reynslu, en býður jafnframt velkomið til starfa ungt fólk sem tilbúið er að takast á við krefjandi verkefni fyrir félagið. Á móti býður Olíudreifing starfsmönnum öruggt starfsumhverfi sem starfar eftir ströngum reglum og fyrirtækið einsetur sér að hafa alltaf yfir að ráða viðurkennd verkfæri og búnað. Markmið Olíudreifingar er að veita skjóta og góða þjónustu þar sem viðskiptavinurinn er í öndvegi en um leið leggur fyrirtækið metnað sinn í að hlíta í hvívetna þeim kröfum í umhverfis- og öryggismálum sem fyrirtækið hefur sett sér.
Starfsmenn eru hvattir til að tjá sig um það sem þeim finnst miður fara á vinnustað. Allir eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Virðing er lykillinn að samstilltum vinnustað þar sem réttindi og tillitssemi starfsmanna eru í hávegum höfð og hvorki liðnar ógnanir né þvinganir.
Eftir því sem unnt er reynir Olíudreifing að taka tillit til persónulegra aðstæðna starfsmanna. Það er því krafa Olíudreifingar til allra starfsmanna að þeir sýni hvor öðrum, yfirmönnum jafnt sem undirmönnum , umhverfinu og eignum fyrirtækisins fyllstu virðingu.
Ef þú ert með spurningar, sendu þá tölvupóst á odr@odr.is