Áfengis og eiturlyfjastefna
Olíudreifing ehf. er leiðandi fyrirtæki í olíudreifingu á Íslandi og lítur því á það sem skyldu sína að haga vinnubrögðum sínum á þann hátt að fyllsta öryggis sé gætt.
Vegna hinnar miklu ábyrgðar sem stafar af áhættu þeirra verka sem starfsmenn inna af hendi er afar mikilvægt að þeir séu undir það búnir og dómgreind þeirra sé að öllu leyti óskert.
Starfsmönnum er með öllu óheimilt að neyta eða vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna við störf sín. Áhafnarmeðlimum skipa er óheimilt að neyta áfengis 24 klst. áður en þeir koma um borð.
Notkun lyfseðilsskyldra lyfja annarra en þeirra sem gefin eru út af lækni er óheimil.
Starfsmaður skal gera yfirmanni sínum viðvart ef hann er á lyfjum sem sljóvgað geta dómgreind hans og einbeitingu og skal yfirmaður þá velja honum verkefni í samræmi við það.
Þurfi áhafnarmeðlimir skipa á lyfi úr lyfjakistu viðkomandi skipsins að halda, skal það gert í samráði við skipstjóra og skal það skráð í lyfjadagbók.
Starfsmenn í lykilstöðum og þeir sem gegna sérstaklega hættulegum störfum, þar á meðal skipstjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins skulu prófaðir árlega hið minnsta í óviðbúnum áfengis- og eiturlyfjaprófum og aðrir starfsmenn með reglubundnum hætti samkvæmt handahófsúrtaki. Ekki mega finnast nein spor af ólöglegum fíkniefnum í sýnum og einungis það magn lyfseðilsskyldra lyfja sem eðlilegt má ætla að sé í blóði skv gildum lyfseðli sem gefinn hefur verið út til viðkomandi og má áfengismagn í blóði ekki vera meira en 0,40 prómill.
Olíudreifing ehf leggur sitt af mörkum til að starfsmenn sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að etja, fái þá aðstoð sem möguleg er til að takast á við vanda sinn.
Viðurlög við brotum á áfengis og vímuefnastefnu félagsins er brottrekstur.
Ef þú ert með spurningar, sendu þá tölvupóst á odr@odr.is