Dreifing
Dreifikerfi Olíudreifingar á fljótandi eldsneyti nær um allt land og býður félagið upp á þjónustu í öllum höfnum landsins.
Auk reksturs dreifikerfisins fyrir innlendan markað sér Olíudreifing um rekstur birgðastöðvarinnar í Helguvík og tengdra lagnakerfa, og birgðastöðvarinnar í Hvalfirði.
Birgðastöðvar & Innflutningshafnir
Olíudreifing heldur úti 17 birgðastöðvum víða um landið sem hluta af dreifingarneti sínu á landsvísu fyrir fljótandi eldsneyti. Einnig sér Olíudreifing um birgðastöðvar í Hvalfirði og Helguvík.
Smelltu á link til að sjá innflutningshafnir, birgðastöðvar og strandbirgðastöðvar okkar á korti. Sjá hér:


Losun úrgangsolíu
Olíuúrgangur sem fellur til við eðlilega notkun smurolíu er sóttur gjaldfrjálst til skilaaðila. Aðeins er tekið við olíuúrgangi sem úrvinnslugjald hefur verið lagt á, skv. lögum nr. 162/2002 með síðari breytingum, auk þess að uppfylla skilmála Úrvinnslusjóðs.

Félagið á og rekur mikinn fjölda tankbíla, vörubíla og dráttarbíla auk smærri bíla.