Söludeild
Söludeild Olíudreifingar sér um innflutning og sölu á tæknibúnaði fyrir eldsneyti, orkugjafa og afgreiðslubúnað. Þar má einnig finna vöruflokka eins og íhluti í hraðhleðslustöðvar, mengunarvarnarbúnað og LED skilti.

Afgreiðslubúnaður
Olíudreifing býður aðeins upp á viðurkenndan afgreiðslubúnað, dælur og sjálfsala. Sérfræðingar okkar aðstoða við uppsetningu og tryggja að allt sé gert samkvæmt ströngustu öryggisreglum.
Bílþvottastöðvar
Olíudreifing sér um sölu, uppsetningu og þjónustu á bílaþvottastöðvum. Vandaðar slitsterkar vörur tryggja að viðskiptavinir okkar njóti þess allra besta.
Geymar
Olíudreifing sér um sölu eldsneytis- og úrgangsolíugeyma auk þess að sjá um uppsetningu og þjónustu. Allir geymar okkar eru hágæða og öryggisvottaðir og uppfylla ströngustu umhverfis- og öryggiskröfur.
Merkingar
Við bjóðum upp á flest sem snýr að merkingum, allt frá litlum nafnaskiltum á dyrabjöllur upp í tæknivædd ljósaskilti mæld í fermetrum.
