Image

Öryggisreglur á Eyjagarði

Öllum óviðkomandi er stranglega bannaður aðgangur að olíubirgðastöðinni í Örfirisey.
Vaktmaður heldur með hjálp vaktkerfis skrá yfir allar mannaferðir um hlið stöðvarinnar þannig að á öllum tímum sé full yfirsýn yfir hverjir eru í stöðinni.

Einungis bifreiðum sem hafa erindi inn í stöðina skal veittur aðgangur að stöðinni. Stöðvarstjórar gefa út kort fyrir þær bifreiðar sem hafa heimild til reglubundins innaksturs í stöðina.

Skipverjum skipa og föstum þjónustuaðilum þeirra er heimill aðgangur að stöðinni þegar viðkomandi skip liggur við Eyjargarð.

Skipstjórar skipa sem koma að Eyjargarði skulu senda áhafnarlista til vaktmanns, ásamt lista yfir þá sem þeir eiga von á meðan á dvöl þeirra við bryggjuna stendur, erindi, ásamt bílnúmeri, ef nauðsynlegt er að þeir fari akandi að skipshlið. Aðgangslisti þarf að hafa borist í síðasta lagi 1 klst fyrir komu skips á vakthus@gmail.com.

Aðrir sem erindi eiga í stöðina, hvort sem þeir eru starfsmenn Skeljungs hf., Olíudreifingar ehf. eða annarra fyrirtækja, skulu gera grein fyrir ferðum sínum hjá vaktmanni og skal viðkomandi stöðvarstjóri eða staðgengill hans gefa heimild til inngöngu áður en þeim er hleypt inn.

Gestir skulu skilja bifreiðar sínar eftir utan girðingar, nema sérstök ástæða þyki til, og skal viðkomandi stöðvarstjóri eða staðgengill hans gefa heimild til þess. Áður en viðkomandi er hleypt inn skal vaktmaður skrá nafn, fyrirtæki, erindi og tímasetningu inngöngu í aðgangskerfi stöðvarinnar. Ef gestkomandi er ókunnugur staðháttum, skal stöðvarstjóri eða fulltrúi hans sækja viðkomandi til vaktmanns.


Ef ekki er vaktmaður í hliði, er ekki heimilt að hleypa neinum sem ekki er með fastan aðgang, inn í stöðina.
Hámarkshraði í birgðastöðinni er 25 km/klst og ávallt skal haga fjölda og staðsetningu ökutækja þannig að sjúkrabílar og slökkvilið eigi ávallt greiðan aðgang.

Meðan skip er við Eyjargarð verður að vera hægt að fara frá með stuttum fyrirvara og því er ekki heimilt að óklára vél skips og skal skip fara frá garðinum að lokinni olíutöku. Afgreiðslubúnaður er fyrir miðjum kanti. Skip skulu leggja með þá hlið að garðinu þar sem olíustútur er með tilliti til staðsetningar afgreiðslubúnaðar.

Ekki er heimilt að sinna vinnu á bryggjunni, sem er óviðkomandi eldsneytistökunni s.s. netavinnu og skulu taka kosts, áhafnarskipti og heimsóknir ekki fara fram á Eyjargarði nema með sérstöku leyfi stöðvastjóra eða staðgengils hans.
Fari þeir sem hafa hlotið hafa aðgang að stöðinni ekki eftir umgengis- og öryggisreglum stöðvarinnar eða fari ekki að fyrirmælum starfsmanna stöðvarinnar sem að þeim lúta skal aðgangur þeirra tafarlaust takmarkaður. Við ítrekuð brot skal viðkomandi alfarið útilokað aðgengi að stöðinni.

Samþykkt í öryggisnefnd Örfiriseyjar 13. febrúar 2013

Ef þú ert með spurningar, sendu þá tölvupóst á odr@odr.is

Olíudreifing ehf.

 
Hólmaslóð 8-10
101 - Reykjavík
Sími: 550 9900
Netfang: odr@odr.is

Flýtihlekkir

Símanúmer

Aðalnúmer s. 550 9900
Þjónustuborð s: 550 9955 

Bakvaktasímar:
Rafvirkjar s: 860-6917
Vélvirkjar s: 860-6906
Bifvélaverkstæði s: 864-9411

Neyðarnúmer 552 6900

Image


Jafnlaunavottun - Umhverfisvottun
Öryggisvottun - Gæðavottun: Sjá hér: