Þvottastöðvar
Hágæða, sjálfvirkar bílaþvottastöðvar frá heimsþekktum framleiðendum
Olíudreifing býður upp á sjálfvirkar bílaþvottastöðvar frá hinum leiðandi vörumerkjum Wap WaschBär og Tammermatic. Þessar framúrskarandi lausnir eru þróuð með áherslu á áreiðanleika og umhverfisvernd. Með því að bjóða aðeins hágæða bílaþvottastöðvar, tryggjum við bestu mögulegu umhirðu fyrir ökutæki.


WWB Carwash
wwb Carwash er þýskt fyrirtæki sem framleiðir bílaþvottastöðvar sem kallast Wap WaschBär® en Carwash hefur verið leiðandi í framleiðslu á bílaþvottastöðvum allt frá árinu 1957. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar lausnir á sjálfvirkum bílaþvottastöðvum auk þess að veita faglega ráðgjöf í öllu sem snýr að hönnun og aðlögun stöðvanna.
wwb Carwash er með yfir 1.500 starfsstöðvar í Evrópu og þekkt fyrir háa gæðastaðla og áreiðanleika í tækni og þjónustu.

Tammermatic
Tammermatic er finnskt fyrirtæki sem er leiðandi í framleiðslu á sjálfvirkum bílaþvottastöðvum. Fyrirtækið hefur frá stofnun, árið 1966, lagt ríka áherslu á umhverfisvænar lausnir í allri sinni framleiðslu. Tammermatic býður upp á mikið úrval af bílaþvottavélum fyrir fólksbíla og stærri ökutæki, þar á meðal sérsniðnar lausnir fyrir þungavinnutæki. Tammermatic framleiðir einnig umhverfisvæn þvottaefni og þjónustulausnir eins og TammerCloud hugbúnaðinn sem veitir innsýn í rekstur og tölfræði bílaþvottastöðva.







