Image

Umhverfis- og öryggismál

Umhverfis- heilsu- og öryggismál snerta ávallt hjarta starfseminnar.

Vegna eðlis starfsemi Olíudreifingar ehf eru umhverfis- og öryggismál samofin öllum þáttum starfsemi félagsins. Hvort heldur það er meðhöndlun, geymsla eða flutningar á eldsneyti, viðhald og nýbyggingar á birgðastöðvum, bensínstöðvum eða á starfsstöðvum hjá viðskiptavinum móðurfélaga okkar.  Einnig er fylgt ströngum reglum um rekstur og viðhald á skiptastóli félagsins.

Félagið hefur byggt upp lýsingar á þeim verkferlum sem mikilvægastir eru í því að tryggja öryggi og geta valdið hvað mestu tjóni. Þar er að sjálfsögðu lögð mest áhersla á verndun lífs, lima og heilsu en þar skammt á eftir kemur virðingin fyrir umhverfinu, enda er náttúran það sem við byggjum allt okkar á og komum til með að gera um ókomna framtíð. Það er því stefna Olíudreifingar að skilja ekki verr við umhverfið en við tökum við því hverju sinni. Verkferlarnir og lýsingarnar á þeim eru rýndir reglulega samkvæmt þeim stöðlum sem þeir eiga að uppfylla, þeir endurnýjaðir eða beiting þeirra skerpt eftir því sem ástæða þykir til hverju sinni.

Annar mikilvægur þáttur í starfseminni eru ábyrg og skilvirk viðbrögð við óhöppum hvers konar er upp kunna að koma. Olíudreifing ehf hefur komið sér upp viðbragðsáætlunum til að bregðast við þeim óhöppum sem hent geta í rekstrinum og fyrirsjáanleg eru.  Starfsmenn eru þjálfaðir í viðbrögðum við óhöppum samkvæmt  viðbragðsáætlun. Búnaður til að bregðast við óhöppum hefur verið keyptur og starfsmenn þjálfaðir í notkun hans.


Öryggisnefnd

Öryggisnefnd Olíudreifingar hefur yfirumsjón með þessum málaflokkum, en hver einasti starfsmaður er lykilmaður í að stafsemin gangi óhappalaust fyrir sig.

Í Öryggisnefnd Olíudreifingar eru:


Vinnusími

GSM

Gestur Guðjónsson

Jón Haraldsson

Birgir Björnsson

Grétar Mar Steinarsson

Helgi Marcher Egonsson

Jónas Kristinsson

550 9943

550 9945

550 9946

550 9905

550 9937

550 9964

898 4712

664 0366

825 3432

898 4710

860 6944

897 7706


Ef þú ert með spurningar, sendu þá tölvupóst á odr@odr.is

Olíudreifing ehf.

 
Hólmaslóð 8-10
101 - Reykjavík
Sími: 550 9900
Netfang: odr@odr.is

Flýtihlekkir

Símanúmer

Aðalnúmer s. 550 9900
Þjónustuborð s: 550 9955 

Bakvaktasímar:
Rafvirkjar s: 860-6917
Vélvirkjar s: 860-6906
Bifvélaverkstæði s: 864-9411

Neyðarnúmer 552 6900

Image


Jafnlaunavottun - Umhverfisvottun
Öryggisvottun - Gæðavottun: Sjá hér: