Image

Jafnréttisáætlun

Inngangur

Orðið jafnrétti felur m.a. í sér að allir starfsmenn eigi að sitja við sama borð óháð kyni, kynhneigð,  kynvitund, kynþætti, trú, aldri eða búsetu.  Tilgangurinn með sérstakri áætlun er fyrst og fremst sá að tryggt sé að hæfileikar og færni allra fái notið sín. En til þess að áætlunin þjóni tilgangi sínum þarf að setja fram mælanleg og tímasett markmið eða aðgerðarplan. 

Í Jafnréttisáætlun Olíudreifingar  ehf. er fyrst og fremst verið að vinna með jafnrétti kynjanna í anda laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Rétt er að geta þess að einungis um 9% starfsmanna Olíudreifingar eru konur og þar af  ­tvær konur af erlendum uppruna.   Ef í ljós kemur að það halli á annað hvort kynið þarf að grípa inní og finna leiðir til að rétta hlut þess sem höllum fæti stendur.

Jafnréttisáætlun Olíudreifingar er kynnt öllum starfsmönnum í Starfsmannahandbók sem er árlega uppfærð og öllum aðgengileg m.a. á heimasíðu félagsins.  Jafnframt fá allir nýir starfsmenn sérstaka kynningu á grunn stefnum félagsins þar á meðal jafnréttisstefnunni.

Fyrsta jafnréttisáætlun Olíufreifingar tók gildi á haustmánuðum 2004 og því hefur sérstök áhersla á jafnrétti  verið samofið starfi Olíudreifingar í 15 ár. Jafnréttisáætlunin og sérstök aðgerðaáætlun er uppfærð og yfirfarin með reglulegu millibili. Framkvæmdastjóri ber alltaf endanlega ábyrgð á jafnréttisáætluninni en felur forstöðumönnum eða öðrum starfsmönnum afmörkuð verkefni eða verkþætti.  Jafnréttisáætlun Olíudreifingar er hluti af starfsmannastefnu félagsins. 

Kynjaskipting starfsmanna

Olíudreifing er karllægur vinnustaður. Í gegnum árin hefur mikill meirihluti starfsmanna verðir karlar þó svo að í mörg ár hafi verið lögð sérstök áherlsa á að fjölga konum. Árlega er farið yfir starfsmannalista og reiknuð út skipting starfsmanna eftir kyni – í heild og innan hvers starfssviðs fyrir sig.  Einnig er reiknað út hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna.  Þar sem það hallar verulega á konur á nær öllum starfssviðum, nema á skrifstofu, er það haft að  leiðarljósi við mannaráðningar og  reynt að rétta kynjahallann.  Ef jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýst starf ber að ráða það kynið sem hallar á.

Þau starfssvið eða hópar sem þarf að skoða eru

  • - Forstöðumenn.
  • - Deildar-, stöðva- og verkefnastjórar.
  • - Iðnaðarmenn.
  • - Bifreiðastjórar
  • - Starfsfólk á skrifstofu.
  • - Aðrir starfsmenn.

Ef þú ert með spurningar, sendu þá tölvupóst á odr@odr.is

Olíudreifing ehf.

 
Hólmaslóð 8-10
101 - Reykjavík
Sími: 550 9900
Netfang: odr@odr.is

Flýtihlekkir

Símanúmer

Aðalnúmer s. 550 9900
Þjónustuborð s: 550 9955 

Bakvaktasímar:
Rafvirkjar s: 860-6917
Vélvirkjar s: 860-6906
Bifvélaverkstæði s: 864-9411

Neyðarnúmer 552 6900

Image


Jafnlaunavottun - Umhverfisvottun
Öryggisvottun - Gæðavottun: Sjá hér: