Skilti er skemmtilegt yfirhugtak sem nær yfir ótrúlega vítt svið af merkingum, allt frá dyrabjölluskilti sem passar í brjóstvasa upp í blikkandi og tæknivædd ljósaskilti sem eru fleiri fermetrar að stærð
Skilti er skemmtilegt yfirhugtak sem nær yfir ótrúlega vítt svið af merkingum, allt frá dyrabjölluskilti sem passar í brjóstvasa upp í blikkandi og tæknivædd ljósaskilti sem eru fleiri fermetrar að stærð.
G. Hannesson er dótturfyrirtæki Olíudreifingar ehf. og hluti starfseminnar felst í því að þjónusta bensínstöðvar og aðra þjónustuaðila. Af þessum sökum eru umsvif söludeildar og innflutnings töluverð.

 

Frá árinu 2003 hefur Olíudreifing starfrækt merkingadeild undir merki G. Hannesson.

Merkingadeildin getur leyst flest verkefni sem teljast til skiltagerðar, hvort heldur sem þau eru stór eða smá.

Það sem við tökum að okkur er t.d. útiskilti, bílamerkingar, gluggamerkingar, sólarfilmur, merkingar smáhluta og margt fleira.


Meðal tækjabúnaðar er:

- Stórprentari sem getur prentað í 160cm breidd á segldúk, vinylfilmu, pappír o.fl.

- Skurðarplotter sem getur skorið út nánast hvað sem er í límfilmur og sandblástursfilmur.  Hann getur einnig skorið út útlínur á prentuðum límmiðum.

- Plöstunarvél í 160 cm breidd. Nauðsynlegt er að plasta alla prentun sem þarf að vera utandyra, svo sem prentun á skilti og bílamerkingar.

- UV prentari. Þetta er nýjasta tæki deildarinnar sem hefur þann eiginleika að geta prentað nánast hvað sem er beint á hluti. T.d. penna, USB lykla, spjaldtölvu- og símahulstur og golfbolta.

Starfsmenn merkingadeildar hafa áratuga reynslu í skiltagerð, fylgjast vel með helstu tækninýjungum og leitast ávallt við að veita fyrsta flokks þjónustu.

Verkefnastjóri

Arnar Hreiðarsson er verkefnastjóri og sér um að halda daglegum rekstri skiltagerðarinnar gangandi og er vel til þess fallinn, enda hefur hann í farteskinu áratuga reynslu í skiltagerð.
Arnar hefur starfað við fagið frá árinu 2000 og hjá G. Hannessyni frá árinu 2012.

Arnar er með netfangið arnarh@ghannesson.is og s: 860 6991.

 



Oliudreifing | Holmaslod 8-10 | 101 Reykjavik 
 tel +354 550-9900 | fax: 550-9999 | odr@odr.is

 
Sími:

550 9900

 
Sendu okkur mail:
odr@odr.is