Olíudreifing hefur til ráðstöfunar 55 bíla sem bera frá 10.000 upp í 41.000 lítra til að annast afgreiðslur á landsvísu. Um helmingur bílaflotans er staðsettur í Reykjavík og nágrenni en hinn helmingurinn er dreifður um landið.

Þróunin síðustu ár hefur verið að bílunum fækkar og þeir stækka. Þegar félagið tók til starfa 1. janúar 1996 voru Olíufélagið og Olíuverzlun Íslands samtals með 125 bíla í sama verkefni. Þeim hefur síðan fækkaðniður í 55 m.a. vegna sameiningu dreifikerfana og að kröfur til bílanna hafa aukist í kjölfar upptöku Evróputilskipunar um flutning á hættulegum varningi sem leitt hafa til aukins kostnaðar.  Við þessu hefur verið brugðist m.a.  með fækkun bifreiða og betri nýtingu.