Dreifingarsvið Olíudreifingar annast móttöku, geymslu og afgreiðslu á fljótandi eldsneyti auk söfnunar og meðhöndlunar á úrgangsolía. Um 70 starfsmenn vinna á dreifingarsviði Olíudreifingar við skipulagninu, bókhald, akstur, í birgðastöðvum og á afgreiðslubát félagsins en árlega eru meðhöndlaðir um 600 millj. ltr. af eldsneyti. Dreifikerfi Olíudreifingar á fljótandi eldsneyti teygir sig um allt land og býður félagið upp á þjónustu í öllum höfnum landsins.