Dreifingarsvið Olíudreifngar annast móttöku, geymslu og afgreiðslu á fljótandi eldsneyti fyrir N1 hf. og Olíuverslun Íslands hf. auk tengdrar þjónustu.  Á dreifingarsviði starfa um 70 starfsmenn auk þess sem sviðið nýtir sér þjónustu 7 verktaka til dreifingar á eldsneyti á hverjum tíma.

Viðkomandi söluaðili móttekur pantanir frá viðskiptavinum.

N1 hf upplýsingar hér.   -   Olíuverslun Íslands hf. upplýsingar hér

Helstu verkefni:

 • Móttaka, geymsla og afgreiðsla á fljótandi eldsneyti fyrir N1 og Olíuverslun Íslands.
 • Rekstur innflutningshafna og tollvörugeymslna í Reykjavík, Hvalfirði, Ísafirði, Akureyri, Neskaupsstað, Reyðarfirði og Helguvík.
 • Rekstur strandbirgðastöðva 
 • Söfnun og vinnsla úrgangsolíu á landsvísu.
 • Umsjón með strandflutningum.
 • Rekstur olíubáts.
 • Birgðabókhald.
 • Birgðastýring.
 • Bestun og hagkvæmnisútreikningar.
 • Samningar við verktaka.
 • Smurolíuafgreiðsla.
 • Útleiga birgðarýmis.

Hafðu samband