Olíudreifing fylgir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um starfsemi félagsins og hefur það að markmiði að vera til fyrirmyndar í öllum þáttum rekstrar, hvort sem litið er til hagkvæmni, jafnréttis, gæða, umhverfis, öryggis eða heilsu.
Öryggi mannslífa kemur framar öllu öðru. Markmiðið er að tryggja öruggan og heilbrigðan vinnustað sem kemur í veg fyrir veikindi og slys.
Umhverfisvernd er lykilatriði í rekstri félagsins. Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og mengunarvarnir eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.
Gæði þjónustu og verka eiga að vera slík að viðskiptavinir geti ávallt treyst því að fá þá þjónustu sem vænst er á hagkvæman hátt
Trúnaður og öryggi við meðhöndlun viðkvæmra upplýsinga er lykilatriði og er gott rekstrar og upplýsingaöryggi félaginu nauðsynlegt fyrir rekstur og þjónustu félagsins.
Jafnrétti á ávallt að tryggja við ákvörðun launa, þannig öllum starfsmönnum séu greidd sömu laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf fyrir félagið.
Olíudreifing áformar að ná ofangreindum markmiðum með því að:
· Kanna með skipulegum hætti ástand gæða, öryggis-, trúnaðar-, jafnréttis-, heilsu- og umhverfismála innan fyrirtækisins.
· Taka upp og viðhalda þeim vinnubrögðum og verklagsreglum sem stjórnunkerfi fyrirtækisins krefst í samræmi við ISO 9001 gæða-, ISO 14001 umhverfis-, ISO 45001 heilsu- og öryggis-, ISO 27001 upplýsingaöryggis-, ÍST 85 jafnlauna- og ISM öryggisstjórnunarstaðlana.
· Fræða og þjálfa starfsmenn á skipulegan hátt.
· Tryggja viðeigandi þátttöku og endurgjöf starfsmanna við ákvarðanatöku sem snerta öryggi og heilsu starfsmanna
· Ástunda upplýsingagjöf til hagsmunaaðila.
· Vinna að stöðugum umbótum á starfsaðferðum og stefnu
· Uppfylla kröfur yfirvalda, viðskiptavina, alþjóða olíufélaga og annarra aðila til félagsins.
Þar sem árangur er ekki síst háður jákvæðu viðhorfi starfsmanna er nauðsynlegt að tryggja að allir starfsmenn séu meðvitaðir um stefnumörkun og markmiðasetningu fyrirtækisins.
Reykjavík,15. október 2019
Hörður Gunnarsson
framkvæmdastjóri