Sölu og þjónustusvið Helstu verkefni sviðsins eru sala á búnaði og þjónustu fyrir bensínstöðvar og viðskiptavini móðurfyrirtækjanna og dreifingarsvið Olíudreifings og hönnun, þróun, eftirlit og viðhald á sérhæfðum búnaði til að geyma, meðhöndla og vinna eldsneyti.Um OlíudreifinguMeginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.Móttaka pantanaOlíudreifing tekur ekki á móti pöntunum vegna afgreiðslu á fljótandi eldsneyti. Eldsneytið er pantað hjá viðkomandi söluaðila.

 

Hratt flýgur stund.  Þann 2. júní varð Olíudreifing 20 ára.  Í byrjun júní árið 1995 var félagið stofnað af Olíufélaginu (ESSO) og Olíuverslun Íslands (Olís) og fljótlega var ráðinn til félagsins fyrsti starfsmaður þess sem var Grétar Mar Steinarsson.  Grétar vann ásamt nokkrum starfsmönnum eigenda að undirbúningi og skipulagi að starfseminni en leiða má að því líkum að endurskipulagning og sameining dreifikerfa þessara félaga hafi verið ein viðamesta skipulagning vinnuferla sem framkvæmd hefur verið hérlendis. 

Sem kunnugt er hófst svo starfsemin formlega 1. janúar 1996 þegar við tókum yfir og sameinuðum þjónustudeildir eigenda okkar ásamt hluta af dreifikerfi þeirra s.s. innflutningshafnir í Örfirisey, Laugarnesi og í Hvalfirði.  Einnig var tekinn yfir rekstur Stapafells og samrekstur um Kyndil ásamt olíubátunum Bláfelli, Héðni Valdimarssyni og Lágafelli. Á fyrsta starfsári tók Olíudreifing við dreifingu frá Skaftafelli í austri að Húnaflóa, að sunnanverðum Vestfjörðum meðtöldum, árið eftir bættist norðurland við og yfirtaka á dreifikerfinu lauk svo árið 1998, að Keflavík og Ísafirði undanskildum.

Hlutverk Olíudeifingar hefur verið frá fyrstu tíð að hagræða í dreifingu og geymslu á eldsneyti ásamt því að sjá um sölu, uppsetningu og viðhald á sérhæfðum búnaði til eldsneytisafgreiðslu.  Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og er mælanlegur hvert sem litið er þó svo að á sama tíma hafi opinberar kröfur til starfseminnar aukist ár frá ári og hafa a.m.k. 177 ný lög og reglugerðir komið út frá stofnun félagsins svo fátt eitt sé nefnt. 

Í dag eru starfsmenn Olíudreifingar um 140 en voru flestir á upphafs árunum eða 198.  Sama má segja um birgðastöðvar sem voru í byrjun 76 talsins á 56 stöðum á landinu en í dag eru þær 23 á jafn mörgum stöðum og uppfylla allar þær kröfur um mengunar-  og eldvarnir sem gerðar eru til þessa reksturs.  Bifreiðar í eldsneytisflutningum voru 125 í byrjun starfseminnar en eru nú 44.  Ljóst er að birgðastöðvum á eftir að fækka enn frekar frá því sem nú er og flutningstækjum einnig.

Vert er að minnast þess mikla árangurs sem við höfum náð í fækkun slysa og óhappa en það er sá þáttur rekstrarins sem við megum aldrei slaka á. Klárlega er það ekki síst að þakka góðum verkferlum sem við fylgjum í daglegum störfum sem og þeim skyldum sem British Standard Institute setur á okkur með innleiðingu ISO staðla og vottunar.


Neyðarnúmer:

552‍6900


Svarað er í Neyðarnúmer allan sólarhringinn. Securitas sér um símsvörun og kemur boðum áfram til Öryggisnefndar ODR.

 

 

Hafðu samband