Sölu og þjónustusvið Helstu verkefni sviðsins eru sala á búnaði og þjónustu fyrir bensínstöðvar og viðskiptavini móðurfyrirtækjanna og dreifingarsvið Olíudreifings og hönnun, þróun, eftirlit og viðhald á sérhæfðum búnaði til að geyma, meðhöndla og vinna eldsneyti.Um OlíudreifinguMeginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.Móttaka pantanaOlíudreifing tekur ekki á móti pöntunum vegna afgreiðslu á fljótandi eldsneyti. Eldsneytið er pantað hjá viðkomandi söluaðila.

 

Árni Jón starfsaldursviðurkenningÁ síðustu árshátíð Olíudreifingar var Árni Jón Baldursson heiðraður fyrir 50 ára starf fyrir Olíudreifingu og eigendur hennar.

Árni Jón hóf störf hjá BP í olíustöðinni í Laugarnesi í  maí 1960 þá aðeins 15 ára gamall og vann því fyrstu árin sem byssugutti á olíubílum sem voru að mestu í þvi að setja olíu á húskyndingar í Reykjavík og nágrenni. 

 Til gamans og til samanburðar við daginn í dag má nefna að bílakosturinn sem Árni var á í byrjun var t.d. Ford 42 og upp í Volvo 54.  Flutningsgetan var frá 2.900 ltr upp í 7.300 ltr.  Tæknin hafði ekki haldið innreið sína eins og sést á því að slöngur voru snúnar inn  á höndum og ekki þótti verra að hafa stein við hjólin til að þurfa ekki að treysta á handbremsuna.  Vinnuföt voru ekki lögð til af vinnuveitanda á þessum árum fyrir utan að menn báru kaskeiti merktu viðkomandi félagi.

18 ára gamall hóf Árni að keyra olíubíla og þá til húskyndinga.  Árni var unglegur þá eins og nú og oft báðu húsmæður hann um að skila til bílstjórans að gjarnan mætti „fylla tankinn væni minn“.

Vorið 1967 tók Árni við dreifingu í Árnessýslu og síðar einnig í V-Skaftafellssýslu.  Á þessum árum var olíukynding nær allsstaðar og unnið var fullan vinnudag 6 daga vikunnar.  Í framhaldinu tók Árni við rekstri og uppbyggingu umboðs Olís á þessu svæði og skilaði því af sér sem einu stærsta umboði þeirra á landinu.  Ferðir Árna voru margar eða á 10. þúsund á Hellisheiðina og oft á tíðum við erfiðar aðstæður.  Ferðir sem þessar voru oft tafsamar og var dæmi um að ferð yfir heiðina tæki 15 klst.  Síðustu árin sinnti Árni akstri á eigin bíl samkv. samkomulagi við Olís.

Að öllum þessum akstri loknum starfaði Árni í söludeild Olís og í lokin ók hann flutningabíl með vörur út um land.  Árni kom til Olíudreifingar strax við stofnun og hefur starfað sem vaktstjóri á dreifingarskrifstofu félagsins í Örfirisey.

Það eru því rétt um 53 ár síðan Árni hóf störf í Laugarnesi og að teknu tilliti til þeirra þriggja ára sem hann fór til annarra starfa eru að baki 50 farsæl ár í starfi fyrir, BP, Olís og ODR.  Einnig er rétt að nefna að Árni fær mjög lofsverð ummæli hjá þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem í hann hringja daglega og ber það þjónustulund hans gott vitni.   


Neyðarnúmer:

552‍6900


Svarað er í Neyðarnúmer allan sólarhringinn. Securitas sér um símsvörun og kemur boðum áfram til Öryggisnefndar ODR.

 

 

Hafðu samband