
Sölu og þjónustusvið
Helstu verkefni sviðsins eru sala á búnaði og þjónustu fyrir bensínstöðvar og viðskiptavini móðurfyrirtækjanna og dreifingarsvið Olíudreifings og hönnun, þróun, eftirlit og viðhald á sérhæfðum búnaði til að geyma, meðhöndla og vinna eldsneyti.

Um Olíudreifingu
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.

Móttaka pantana
Olíudreifing tekur ekki á móti pöntunum vegna afgreiðslu á fljótandi eldsneyti. Eldsneytið er pantað hjá viðkomandi söluaðila.


AFDÆLING
- VERÐSKRÁ -
Sími: 864 9411
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Virka daga
kl. 08.00 til 17.00
Kr. 23.320
Eftir kl. 17.00 til 23.30,
helgar og helgidagar
Kr. 59.000
UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐIS
Virka daga
kl. 08.00 til 17.00
Kr. 59.000
Eftir kl. 17.00 til 23.30, helgar
og helgidagar
Kr. 79.500
Verð eru með Vsk.
Olíudreifing hlýtur jafnlaunavottun
Olíudreifing hlaut í ágúst 2019 formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið sem gildir til ágúst 2023.
Meginmarkmið laganna um jafnlaunavottun er að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf og þannig stuðla að launajafnrétti kvenna og karla í samræmi við lög. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá Olíudreifingu, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun
Úttekt á launagreiningu og jafnlaunastaðlinum er framkvæmd árlega og þarf Olíudreifing að uppfylla öll skilyrði staðalsins til að viðhalda vottuninni.
Árleg úttekt á starfsemi Olíudreifingar
Úttektarmaður frá BSI tekur árlega úttekt hjá Olíudreifingu vegna gæðastaðalsins ISO 9001, umhverfisstaðalsins ISO 14001 og öryggisstaðalsins OHSAS 18001, en sem kunnugt er var vottun á innleiðingu á þessum stöðum framkvæmd hjá Olíudreifingu. Það ríkti eftirvænting um að vita hver niðurstaða úttektarinnar yrði, því að þó að innleiðing staðlanna hafi gengið vel, er ekki sjálfgefið að takist að starfa eftir þeim svo ásættanlegt sé.
Til að gera langa sögu stutta var útkoma úttektarinnar góð fyrir þar sem aðeins komu fram þrjár athugasemdir í skýrslunni sem ekki getur talist mikið en úttekt fór fram þegar full starfsemi var á öllum starfsstöðvum og gefur það okkur góða vísbendingu um að við séum að starfa eftir þeim öryggiskröfum og verklagi sem krafist er á fullnægjandi hátt.
Mikil vinna hefur Verið lögð í að koma upp og viðhalda þeim vinnuferlum sem staðlarnir kveða á um en á móti verður að hafa í huga að þeir eru ekki síst gerðir til að hindra slys og óhöpp og þar með að varðveita heilsu starfsmanna og verja umhverfið fyrir ágangi af mannavöldum. Í haust verður svo úttektum haldið áfram þegar nokkrir valdir staðir á landsbyggðinni verða heimsóttir.
Nýtt skip Olíudreifingar.
Þann 12. febrúar 2019 kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Olíudreifingar eftir 4.200 sjómílna siglingu heim frá Adana í Tyrklandi þar sem skipið var smíðað í Akdeniz skipamsíðastöðinni. Skipinu var gefið nafnið Keilir sem er nafn í eigu Olíudreifingar og skip félagsins sem smíðað var í Kína 2002 bar. Keilir mun leysa af hólmi M/T Laugarnes sem verið hefur í eigu Olíudreifingar frá 1998. Samningur um smíði nýs skips var undirritaður í Reykjavík 16. janúar 2018 og er skipið smíðað samkvæmt hönnun skipasmðíðastöðvarinnar en Keilir er 5. skipið sem smíðað er skv. þessari sömu teikningu. Keilir er jafnframt fjóða tankskipið sem smíðað er fyrir Íslenska útgerð. Áður höfðu Stapafell I og Stapafell ll verið smíðuð fyrir Olíufélagið og Skipadeild Sambandsins á árunum 1962 og 1979 og siðan fyrri Keilir fyrir Olíudreifingu í Shanghai árið 2002. Samtals hafa verið ellevu olíuflutningaskip í eigu Íslendinga og eru þá undanskildir bátar.
Við smíði skipsins var ekki síst horft til framfara í