Sölu og þjónustusviðMeginverkefni eru sala búnaðar og þjónusta við afgreiðslustöðvar og viðskiptavini móðurfélaganna og dreifingarsvið Olíudreifingar, í hönnun, uppbyggingu, eftirliti og viðhaldi sérhæfðs búnaðar til geymslu, meðhöndlunar og afgreiðslu eldsneytis.Um OlíudreifinguMeginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.Móttaka pantanaOlíudreifing annast dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir N1 hf (upplýsingar hér) og Olíuverslun Íslands hf. (upplýsingar hér)

 

Guðmundur G Þórarinsson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, sem hefur yfirumsjón með meðhöndlun allra spilliefna, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs á Íslandi, ræsti búnaðinn. Taldi hann að Olíudreifing væri með uppsetningu þessa búnaðar að stíga eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í endurvinnsluiðnaði á Íslandi.

Hingað til hefur olían verið unnin með undantöppun að því marki að hægt sé að brenna henni í kolaofnum í sementsframleiðslu, en með frekari hreinsun óhreininda og þó sérstaklega vatns með skilvindum og loftþurrkurum er hægt að brenna henni í stað verðmætara eldsneytis.

 

Í prufukeyrslu búnaðarins kom í ljós að úrgangsolían inniheldur einnig talsvert magn léttari efna, sem að megninu til stafa frá þvottastöðvum og öðrum aðilum sem nota olíuhreinsiefni. Mun þetta vera um 50-100 þúsund lítrar á ári sem hingað til hafa gufað upp í andrúmsloftið í formi VOC í vinnslunni. Til samanburðar endurvinnur gufuendurvinnslubúnaðurinn á bensínsvæði olíustöðvarinnar í Örfirisey um 160 þúsund lítra árlega, þannig að þetta eitt og sér hefur verulega jákvæð umhverfisáhrif. Auk þessa minnkar grunnolían sem búnaðurinn framleiðir olíuinnflutning þjóðarbúsins um 3-4.000 tonn á ári, sem er mun dýrari orka en þau kol sem hún sparaði áður..

Í samningnum felst m.a. að Olíudreifing veitir Umhverfisstofnun aðgang að tækjum og mannskap komi til bráðamengunar á hafi eða við strendur landsins sem stofnunin þarf að sinna. Ákveðnir starfsmenn s.s. iðnaðarmenn, sjómenn og starfsmenn birgðastöðva hljóta þjálfun í viðbrögðum við slíkum óhöppum undir handleiðslu Umhverfisstofnunar.   Olíudreifing skuldbindur sig síðan til að veita Umhverfisstofnun aðstoð innan tiltekins tíma á ákveðnum svæðum með þeim aðilum sem hlotið hafa þjálfun. Að auki verður allur búnaður Umhverfisstofnunar til viðbragða við bráðamengun geymdur í húsnæði Olíudreifingar í Örfirisey og viðhaldið eftir þörfum af starfsmönnum félagsins.  Þessi samningur er Olíudreifingu mikilvægur, ekki síst sá þáttur hans sem snýr að þjálfun starfsmanna.  Í rekstri eins og okkar er rétt að ganga út frá því að mengunarslys eru að því er virðist óumflýjanleg og því er þjálfun starfsmanna og aðgangur að sem bestum búnaði nauðsynlegur því með snöggum og réttum viðbrögðum má minnka tjón og kostnað af bráðamengun og umhverfisslysum verulega.


Viðgerðaþjónusta:
S: 550 9955


Starfsmannalisti Flýtileið >>


Neyðarnúmer:
552 6900


Svarað er í Neyðarnúmer allan sólarhringinn. Securitas sér um símsvörun og kemur boðum áfram til Öryggisnefndar ODR.

 

 

Hafðu samband