Í dag skrifaði Hörður Gunnarsson, fyrir hönd Olíudreifingar ásamt 102 öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja undir yfirlýsingu um loftslagsmál, í athöfn í Höfða:
"Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.
Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.
Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.
Á Íslandi er ein helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:
-
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
-
minnka myndun úrgangs
-
mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.
Fellur þetta verkefni vel að umhverfisstefnu og markmiðum Olíudreifingar og verður spennandi að taka þátt í samstarfi þessara fyrir tækja í framhaldinu.