Eftir úttekt BSI, British Standard Institute, hefur öll starfsemi Olíudreifingar ehf nú fengið gæðavottun samkvæmt ISO 9001:2008 gæðastaðlinum.
Gæðastjórnunarkerfi dreifingarsviðs og aðalskrifstofu hafa verið vottuð síðustu þrjú árin, en í síðustu úttekt voru þjónustusvið, tæknisvið og sölusvið tekið með í gildissvið vottunarinnar og þar með allt fyrirtækið.