Fyrirtækið annast flutninga á olíuvörum víða um land og í eigu þess eru um 75 ökutæki, þar af um 50 olíuflutningabílar. Markmiðið með verkefninu er að auka umferðaröryggi og minnka kostnað fyrirtækja við rekstur bifreiða og auka vitund ökumanna gagnvart umferð og umferðaröryggi.
Fyrirtækið er það sjöunda sem gert hefur slíkan samning við Umferðarstofu, en nokkrir í viðbót verða gerðir á næstu vikum. Birgir Hákonarson framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu og Grétar Mar Steinarsson forstöðumaður dreifingarsviðs hjá Olíudreifingu skrifuðu undir samninginn.
Sölu og þjónustusvið
Meginverkefni eru sala búnaðar og þjónusta við afgreiðslustöðvar og viðskiptavini móðurfélaganna og dreifingarsvið Olíudreifingar, í hönnun, uppbyggingu, eftirliti og viðhaldi sérhæfðs búnaðar til geymslu, meðhöndlunar og afgreiðslu eldsneytis.
Um Olíudreifingu
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.
Móttaka pantana
Olíudreifing annast dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir N1 hf (upplýsingar hér) og Olíuverslun Íslands hf. (upplýsingar hér)