Bíllinn er af gerðinni MAN TGA og er keyptur af Krafti ehf., tankurinn kemur frá HMK BILKON í Danmörku, búnaðurinn frá G.Hannessyni en þjónustusvið Olíudreifingar sá um ísetningu búnaðar og lagna. Þetta er fyrsti nýi bíllinn sem er tekin í notkun árinu en áætlað er að tveir svipaðir bílar verði afhentir fram að áramótum.
Bíllinn er með 26 tonna heildarþyngd, þremur öxlum og þar af tveimur drifhásingum. Bíllinn er útbúin með 480 hestafla samrása vél, vökvabremsu á gírkassa og tölvuskiptingu.
Tankurinn er 22.000 lítrar í þremur aðskyldum hólfum. Nokkuð er af nýjum búnaði í bílnum t.d. er hann útbúin með aðskyldum lestunarstútum fyrir hvert hólf en samtengjanlegri afgreiðslurás með einum mæli og dælu auk drenbúnaðar til að skipta á milli eldnseytistegunda. Ekki er hefðbundinn stimpilhaus á mælinum heldur púlsari sem tengdur er við tölvu sem prentar út afgreiðsluseðil inn í bílstjórahúsinu.